
Katrín Agnes Klar
Katrín Agnes Klar (f. 1985) býr og starfar í Reykjavík og München í Þýskalandi. Hún útskrifaðist frá University of Arts and Design Karlsruhe/ZKM og Academy of Fine Arts í München. Katrín hefur sýnt víða í Evrópu og haldið sýningar m.a. í Harbinger, Nýlistasafninu, Gerðarsafni, Haus der Kunst/Munich, Kunsthalle Kempten, Badischer Kunstverein/Karlsruhe. Katrín Agnes starfar sem aðstoðarkennari við Academy of Fine Arts Munich og stundakennari við Listaháskóla Íslands.