Hildur Elísa Jónsdóttir
Hildur Elísa Jónsdóttir lauk meistaragráðu í tónlistardrifnum gjörningum frá Sandberg Instituut, Hollandi árið 2024. Hún hefur áhuga á frásagnarhefðum og því að skapa alltumlykjandi upplifanir í rými, sem oft sækja innblástur í hversdagslega hluti og uppákomur. Með því að setja hversdagslega atburði í óhefðbundnar og óvenjulegar aðstæður ögrar hún skilningi okkar á fastmótuðum og manngerðum félagslegum raunveruleika okkar. Verk hennar hafa verið sýnd og flutt í Arti et Amicitiae (NL), Ásmundarsal, Gallerí Úthverfu og Nordatlantens Brygge (DK), á Gaudeamus Muziekweek (NL), Grachtenfestival (NL), November Music (NL), Opera Forward Festival (NL), Platform Nord (NO), Rewire (NL), Tokyo Biennale (JP) og Ung Nordisk Musik. Hún er einn af stofnendum Associate Gallery í Reykjavík.