
Guðný Rósa Ingimarsdóttir
Guðný Rósa (1969) lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994 og hélt þá utan til framhaldsnáms í Belgíu. Þar hefur hún verið búsett nánast samfellt síðan og byggt upp myndlistarferil í Evrópu. Guðný Rósa hefur einnig verið virkur þátttakandi í íslensku myndlistarsamfélagi í rúman aldarfjórðung, kennt við Listaháskólann og sýnt verk sín reglulega hér á landi, meðal annars í SuðSuðVestur, í Listasafni Íslands, í Hafnarborg og nú síðast á « opus – oups » yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum. Guðný Rósa starfar með Hverfisgalleríi og Irène Laub Gallery.