
Auður Lóa Guðnadóttir
Auður Lóa Guðnadóttir (f. 1993) er myndlistarmaður, sem leikur sér á landamærum hins hlutlæga og huglæga, skúlptúrs og teikningar, listar og veruleika. Hún vinnur markvisst með hversdagsfyrirbæri, fígúratíft, og myndmál sem hún sækir í forna jafnt og nýliðna sögu.
Auður Lóa býr og starfar í Reykjavík og útskrifaðist af myndlistasviði Listaháskóla Íslands 2015. Síðan þá hefur hún starfað sjálfstætt, en vorið 2021 opnaði hún sína fyrstu stóru einkasýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur. Hún hefur sýnt á öllum helstu sýningarstöðum á Íslandi, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Listasafninu á Akureyri, auk ýmissa annara. Hún hlaut hvatningarverðlaun myndlistarráðs 2018.
