
Kristín Anna Valtýsdóttir
Kristín Anna er klassískt menntaður píanóleikari sem vinnur þvert á miðla í listsköpun sinni. Hún hefur unnið með breiðum hópi listamanna í ólíkum miðlum og stefnum, og samið og flutt tónlist fyrir dans, innsetningar, leikhús og kvikmyndir. Kristín Anna hefur gefið út hljómplötur ýmist undir eigin nafni (m.a. "Howl" og "I Must Be The Devil"), sem Kría Brekkan eða sem meðlimur hljómsveita, m.a. í múm á árunum ‘98-‘06. Um tíma lagði hún stund á myndlist við LHÍ með ástríðu fyrir gjörningalist og innsetningu. Hún hefur unnið náið með Ragnari Kjartanssyni að gerð verka hans þar sem hún ýmist leikur, semur og/eða flytur tónlist. Kristín Anna kennir tónmennt, píanóleik og sviðlistir.
