
Leifur Ýmir Eyjólfsson
Leifur Ýmir Eyjólfsson (1987, Reykjavík) býr og starfar á Reykjanesi. Hann lagði stund á Fornám og Mótun (2008-9) við MÍR og er með BFA-gráðu í Myndlist (2013) frá LHÍ. Prent og vinir, samstarfsverkefni um fjölfeldi, hefur verið samofið hans ferli. Innan samstarfsins hefur hann sýnt verk sín á alþjóðavettvangi og heima. Leifur Ýmir hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á vegum opinberra safna, gallería og verkefnarýma. Fyrir einkasýninguna “handrit” í Listasafni Reykjavíkur hlaut hann hvatningarverðlaun Myndlistarverðlaunanna 2018. Hans síðasta sýning var haldin í Norska húsinu, Stykkishólmi 2025. Verk hans eru í eigu safna eins og Listasafns Reykjavíkur og fjölda einkasafna.
