Harpa Árnadóttir

Harpa er kunn fyrir málverk sín, bæði verk sem hún kallar ,,sprunguverk” og önnur sem unnin eru með vatnslit á pappír og striga. Hvort tveggja felur í sér tilraunakennda rannsókn á yfirborði og gegnsæi. Grunnur margra verka hennar er sambandið milli málverks og bókmennta, eða nánar tiltekið sú hugmynd að líta megi á málverk sem sjónræna ljóðlist. Harpa er fædd 1965 á Bíldudal. Hún nam við Myndlista- og Handíðaskólann og fór í framhaldsnám við Konsthogskolan Valand í Gautaborg. Verk Hörpu eru í eigu safna víða í Evrópu og þau birtust á fyrsta tvíæringnum í Gautaborg, á Momentum, sjötta norræna tvíæringnum í samtímalist í Moss í Noregi. Harpa býr og starfar á Bíldudal.