Kristinn Arnar Sigurðsson

Kristinn Arnar Sigurðsson (f. 1995) er drifinn áfram af forvitni, leikgleði og tilraunamennsku, en í verkum hans leysast mörk milli miðla upp. Hann hefur starfað jafnt á sviði myndlistar, hönnunar, leikhúss og tónlistar og útskrifaðist frá HKU í Hollandi árið 2025 með MA gráðu í leikmyndahönnun. Þar sameinaði hann sinn fjölþætta bakgrunn í aðferðafræði byggða á spuna, kerfum og leik. Kristinn leitast við að nálgast rými útfrá sveigjanlegum eiginleikum þess, og þróar strúktúra sem leyfa okkur að spila á rými.