Erling T.V. Klingenberg

Erling T.V. Klingenberg útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Einnig nam hann í tvo vetur við Listaháskólanna í Kiel og Frankfurt við Main í Þýskalandi. Þaðan lá leiðin til Nova Scotia College of Art & Design í Halifax, Kanada og útskrifaðist hann þaðan árið 1997 með meistaragráðu í myndlist.
Erling hefur sýnt víða bæði hérlendis og erlendis, t.d. í Austurríki, Búlgaríu, Bretlandi, Þýskalandi, Sviss, Tékklandi, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Írlandi, Póllandi, Bandaríkjunum, Kanada og í Kína. Auk þess að sinna eigin myndlist er Erling einn af stofnendum Kling & Bang gallerís (2003) sem einnig rak listamiðstöðina KlinK & BanK í tvö ár; 2004 og 2005.