Kvöldverðaboð #1

9.500 kr.

LAUGARDAGURINN 23. OKTÓBER

Sýningin Næmi, næmi, næm fer fram í Ásmundarsal 15. okt – 7. nóv og verður virkjuð með kvöldverðarboðum tvo laugardaga þar sem boðið verður upp á margrétta matar- og skynjunarupplifun. Réttirnir sem framreiddir verða eru í samtali við og undir áhrifum frá verkum sýningarinnar og sömuleiðis urðu verkin til í nánum tengslum við þau hráefni sem notuð eru í matseðlinum. Hefur þú velt því fyrir þér hvað er besta mögulega pörunin við bláskel? Að sjálfsögðu hefurðu gert það!! En ekki örvænta því við erum búin að finna svarið og bjóðum við þér að njóta þess með okkur. Hverju fleiru máttu búast við, spyrðu? Melgresis arancini, eldpiparhvellir, súrbjórsseyði, margslungnar sítrónur og villisveppir ásamt ýmsu öðru. Réttirnir verða í kringum níu talsins.

ATH. Takmarkað sætaframboð. Upplifunin tekur um tvo klukkutíma og hægt verður að kaupa drykki á staðnum. Vinsamlegast takið fram í athugasemdum ef þið eruð með einhver fæðu óþol.

Velkomin!

Sindri Leifsson, Kjartan Óli Guðmundsson og Jóhanna Rakel Jónasdóttir

Out of stock

    Category: