Dýpra // Deeper

Hér eru verk til sölu af einkasýningu Brákar Jónsdóttur

BRÁK JÓNSDÓTTIR
DÝPRA // DEEPER ( 21.05 – 10.07.22 )

Á sýningunni Dýpra | Deeper kannar Brák snertifleti blætismenningar og garðyrkju, manns og náttúru, sársauka og unaðar. Í þeim tilgangi að nálgast náttúruna á hátt sem ögrar hefðbundnum hugmyndum um hvernig menning og náttúra mætast. Sýningin byggir á rannsókn listamannsins á sambandi líkama og gróðurs. Brák leikur sér að hugmyndum garðyrkjunnar um beislun náttúrunnar innandyra en sýningin teygir anga sína einnig út í garð, á sameiginlegt yfirráða svæði manns og náttúru. Inni hanga ýmis verkfæri, eða eru þetta leikföng? Hvort þau eru ætluð til ástarleikja eða garðyrkju er erfitt að sjá, enda þarf annað ef til vill ekki að útiloka hitt.
 Sýningin Dýpra | Deeper býr yfir roðandi spennu milli sársauka og unaðar, náttúru og menningar. Efnisheimurinn er innblásinn af blætishneigð, gróðurhúsinu og holdlegri rannsókn á sambandi mannfólks og gróðurs.

Showing all 10 results

Showing all 10 results