HÆGRA / VINSTRA | FUGLAR

Fuglarnir eru ýmist úr postulíni eða leir og þeim fylgir sérsniðin hilla, en hægt er að velja á milli hnotu eða tekkhillu. Haft verður samband við kaupendur í byrjun maí þegar verkin eru tilbúin til afhendingar.

„Leirklessa lendir í manna höndum og úr verður fugl, nokkrum dögum síðar telur flokkurinn 127 fugla, sem stara í forundran á skapara sinn. Edda þjónar sköpunarþörfinni sem aldrei fyrr og hefur vart undan í framleiðslu á allt að því þráhyggjukenndum verkum sem unnin eru á pappír, úr leir eða postulíni. Óheft streymið þrýstir sér líka út um nýja óvænta farvegi sem kemur Eddu í opna skjöldu.“

UM LISTAMANNINNN

Edda Jónsdóttir hefur verið áhrifamikil í íslensku myndlistarlífi síðastliðin fjörutíu ár. Strax eftir útskrift frá Myndlista- og handíðaskólanum vann Edda ötullega og sýndi víða. Verk hennar eru í eigu ýmissa safna s.s. Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Listasafns ASÍ og Hafnarborgar. Hún tók þátt í Gallerí Langbrók í félagi við hóp myndlistarkvenna. Árið 1995 stofnaði Edda i8 gallerí og starfaði þar með fjölda myndlistarmanna innlendum sem erlendum. Hér fyrir neðan má sjá verk til sölu eftir Eddu, unnin fyrir sýninguna HÆGRA / VINSTRA sem stóð yfir í Ásmundarsal frá 27. febrúar – 5. apríl 2021. Nánar á asmundarsalur.is