Vera Hilmars

Vera útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá LHÍ árið 2018. Á öðru ári sínu fór hún sem skiptinemi til Berlínar í The University of Applied Science Europe þar sem hún stundaði ljósmynda- og listnám í eitt ár. Það má segja að verk Veru flokkist í teikningar og málverk. Verkin eru oftast skírskotun í vitund, þar sem línur og/eða samspil lita tákna flæði hennar en Vera hefur mikinn áhuga á sálarlífi og huga mannsins, jafnt sem orku hans.