Valtýr Pétursson

Valtýr Pétursson (27. mars 1919 – 15. maí 1988) var íslenskur listmálari og einn af frumkvöðlum módernisma og abstraktlistar í íslenskri myndlist. Hann var í hópi þeirra listamanna sem settu hvað sterkastan svip á eftirstríðsárin á Íslandi með þátttöku sinni í Septembersýningunum svokölluðu, róttækum abstraktsýningum á árunum 1947 til 1952.
Þær myndir sem sýndar eru nú í Ásmundarsal eru frá einu frjóasta tímabili Valtýs í gerð gvassmynda en hann hélt einmitt rómaða gvassmyndasýningu í Listvinasalnum við Freyjugötu í nóvember árið 1952, nú Ásmundarsal.