ÚaVon / Sigrún Gunnarsdóttir

Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ÚaVon er íslenskur myndlistarmaður með aðsetur í Reykjavík. Verk hennar endurspegla mannslíkamann í öllum sínum víddum og samspil hans við hið innra og ytra líkamlega og andlega rými. Mannslíkaminn inniheldur mikla visku, visku sem er bæði áþreifanleg og óáþreifanleg. Hann er eins og ofurtölva, með ferlum að verki sem eru mun æðri vilja þess sem hýsir hann, hinn innri míkrókosmos. Sama má segja um alheiminn. Hann er æðri vistkerfinu sem byggir hann og býr yfir visku sem er bæði þekkt og óþekkt, skynjanleg og hulin. Hinn ytri makrókosmos.