Þorbjörg Jónsdóttir

Þorbjörg Jónsdóttir stundaði BA nám í Myndlist við LHÍ og útskrifaðist með MFA gráðu í tilraunakenndri kvikmyndagerð frá California Institute of the Arts árið 2009. Hún vinnur mest með kvikmynda-og vídjómiðilinn, auk ljósmynda og innsetningaverka.
Viðfangsefni hennar liggja í etnógrafíu, landslagi og abstrakt formalisma í kvikmyndun, þar sem aðrar víddir og yfirnáttúruleg svið eru könnuð. Munnlegar hefðir, sagnaminni og samfélag manna eru einnig sterkur þráður í verkum hennar. Verk Þorbjargar hafa verið sýnd á kvikmyndahátíðum og á sýningum í galleríum víða um heim.