Steinunn Önnudóttir

Steinunn Önnudóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk BA námi í grafískri hönnun við Gerrit Rietveld Academie árið 2009, og BA námi í myndlist árið 2011, einnig við GRA. Hún hefur sýnt víða hérlendis sem og erlendis, helstu sýningar eru feigðarós-dreamfields í Kling & Bang, Non Plus Ultra í D-sal Listasafns Reykjavíkur og Skúlptúr Skúlptúr í Gerðarsafni. Árið 2019 hlaut Steinunn styrk frá Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur. Frá árinu 2014 hefur Steinunn rekið sýningarýmið Harbinger og hún er jafnframt hluti af útgáfusamstarfinu in volumes.

Steinunn er með verk til sölu sem hún vann í samstarfi við Önnu Hrund Másdóttur og Ragnheiði Káradóttur. Smelltu hér til að skoða.