Steinunn Önnudóttir

Steinunn Önnudóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk BA námi í grafískri hönnun við Gerrit Rietveld Academie árið 2009, og BA námi í myndlist árið 2011, einnig við GRA. Hún hefur sýnt víða hérlendis sem og erlendis, helstu sýningar eru feigðarós-dreamfields í Kling & Bang, Non Plus Ultra í D-sal Listasafns Reykjavíkur og Skúlptúr Skúlptúr í Gerðarsafni. Árið 2019 hlaut Steinunn styrk frá Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur. Frá árinu 2014 hefur Steinunn rekið sýningarýmið Harbinger og hún er jafnframt hluti af útgáfusamstarfinu in volumes.