Sólbjört Vera Ómarsdóttir

Sólbjört Vera Ómarsdóttir (f.1993) tekst á við minningar, hversdagslegar
uppákomur og innri átök manneskjunnar í verkum sínum. Hún rannsakar þessi
viðfangsefni á húmorískan og tilfinningalegan hátt og undirstrikar þannig þá
angurværð sem fylgir því að fylgjast með tímanum líða, skilja við atburði lífsins, horfa
á eftir þeim inn í fortíðina, muna eftir þeim og gleyma. Sólbjört útskrifaðist úr
myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2020.