Sindri Leifsson

Sindri Leifsson er fæddur árið 1988 í Reykjavík. Hann lauk MFA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö, Svíþjóð árið 2013 og BA-námi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Einföld tákn og umbreyting efniviðarins eru endurtekin skref í verkum Sindra en umhverfi og samfélag koma gjarnan við sögu. Efnin fá oftar en ekki að standa sjálfstæð og hrá í bland við mikið unna og slípaða fleti. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi innan lands og utan og verk Sindra má finna í safneignum Listasafns Íslands, Listasafns ASÍ og Nýlistasafnsins ásamt einkasöfnum.