Sigurborg Stefánsdóttir

Sigurborg nam myndlist við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn(nú KADK) 1982-1987 og útskrifaðist frá teikni og grafíkdeild skólans, eftir m.a eitt ár við textíldeild skólans. Auk þess hefur hún sótt ýmis námskeið m.a. í Bandaríkjunum, Japan og Mexico. Sigurborg starfaði um árabil sem kennari við Myndlista og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en vinnur nú eingöngu að eigin myndlist, bæði málverk og bókverk. Hún er meðlimur í SÍM og Bókverkafélaginu Örkum. Sigurborg hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga, víðsvegar um heim.