Sari Maarit Cedergren

Sari sækir efnivið fyrir verkin sín, úr sínu nánasta umhverfi en viðfangsefnin eru tengd tíma, birtu og veðri. Hún hefur lengi unnið með viðfangsefnið veðurfar og ekki síst áhrif þess á þjóðfélagið í heild sinni, auk félagslegra áhrifa þess á samskipti fólks og daglegt líf. Í verkum sínum hefur hún kannað áhrif samskipta milli fólks og lífsins, skynbragða mannkyns, rýmis, umhverfis og tíma í formi skúlptúra, innsetninga, myndbanda og kvikmynda. Hún hefur einnig unnið innsetningar sem hún tengir umhverfinu, tíma og rúmi, bæði hér heima og við dvöl erlendis. https://www.arkiv.is/artist/139