Sara og Svanhildur Vilbergsdætur

Sara og Svanhildur Vilbergsdætur eru systur, fæddar á Ísafirði 1956/1964 og
útskrifaðar úr Myndlista- og Handíðaskóla Íslands 1985/1994. Þær hafa málað
saman síðan 2010. Athæfi sitt kalla þær dúettmálun, þar sem þær vinna verk sín í
sameiningu allt frá hugmynd til framkvæmdar. Verk þeirra eru mestmegnis
sjálfsmyndir í hversdags- og raunverulegum aðstæðum, en vísa um leið út og suður í
ævintýraheima og listasöguna.
2012 var fyrsta einkasýning þeirra í Listasafni ASÍ. þær hafa síðan sýnt í mörgum listasöfnum, síðast á Kvarvalsstöðum 2020
www.duosisters.com
www.instagram.com/sharedcanvases/