Sara Björg Bjarnadóttir

Sara Björg útskrifaðis með BA í myndlist frá LHÍ árið 2015. Þar á eftir fór hún til Berlínar í starfsnám og hefur starfað milli Berlínar og Íslands síðan. Sara hefur sýnt á fjölmörgum sýningum bæði hérlendis og erlendis. Verk hennar rannsaka sambandið milli líkama, efnis og rýmis. Ferlisnálgun hennar dansar á hliðstæðum listar, samskipta og leiks. Hún tekur takmörkum fagnandi því þær skapa umgjörð fyrir leik og knýja ferlið áfram.