
Regína Rourke
Regína Rourke hefur verið búsett í New York síðastliðin 10 ár. Þar starfaði hún sem listrænn stjórnandi hjá Calvin Klein. Regína hefur stýrt auglýsingum með nokkrum af helstu stjörnum heims eins og Justin Bieber, Kendrick Lamar og Kendall Jenner. Í dag er hún með annan fótinn á Íslandi þar sem hún er að einbeita sér að listinni á milli þess sem hún flýgur út að stýra tískuherferðum erlendis.