Regína Rourke

Regína Rour­ke hef­ur verið bú­sett í New York síðastliðin 10 ár. Þar starfaði hún sem list­rænn stjórn­andi hjá Cal­vin Klein. Regína hef­ur stýrt aug­lýs­ing­um með nokkr­um af helstu stjörn­um heims eins og Just­in Bie­ber, Kendrick Lam­ar og Kendall Jenner. Í dag er hún með annan fótinn á Íslandi þar sem hún er að einbeita sér að listinni á milli þess sem hún flýgur út að stýra tískuherferðum erlendis.