Ragnar Helgi Ólafsson

Ragnar Helgi Ólafsson er myndlistarmaður og rithöfundur. Ragnar Helgi hefur sýnt verk sín víða um heim, í söfnum eins og KIASMA í Helsinki, MoMA PS1-Colony í New York, TBA21 í Vínarborg, Dimensions Variable í Miami, Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Íslands. Næsta sýning hans verður í Moskvu í desember 2021 en verk hans „Dagrenning, að eilífu“ verður hluti af opnunarsýningu nýs samtímalistasafs borgarinnar, GES-2. Ragnar er einnig höfundur sjö bóka. Ragnar Helgi kennir stundakennslu við Listaháskólann. Í frístundum leikur hann tónlist með ýmsum hljómsveitum. Hann býr og starfar í Reykja­vík