Perry Roberts

Perry Roberts (1954) er breskur listamaður sem býr og starfar í Antwerpen, Belgíu.
List hans og hönnun hefur verið sýnd víða í þremur heimsálfum, á þrjátíu einkasýningum og yfir sextíu samsýningum í virtum listastofnunum, auk fjölda verka hans í opinberu rými. Ferill hans spannar fjörutíu ár, tímabil þar sem listiðkun hans hefur náð til margra sviða: abstrakt teikninga og málverks, rýmistengdra verka í almenningsrými, textaverka, veggmyndagerðar og húsgagnahönnunar.