Ósk Vilhjálmsdóttir

Vinn í ólíka miðla eftir því sem hentar hugmynd og viðfangi hverju sinni. Verkin finna farveg og hafa undanfarið gjarnan birst í formi myndbands eða vídeóskúlptúrs. Einnig málverk, ljósmyndir, performansar, bókverk, textar, kvikmynd. Áhugasöm um samfélagið og mörkin, bæði sýnileg / ósýnileg. Mörkin á milli innan-utan, prívat-opinbert, maður-náttúra, barn-fullorðinn. Hef sýnt hérlendis og erlendis og dvalið á vinnustofum víða. Tók virkan þátt í starfi Nýlistasafnsins og skipulagði leiðangra á árunum 2003-2006 um svæði norðan Vatnajökuls, nú horfin undir Hálslón. Bý og starfa í Reykjavík.