Ólöf Björg Björnsdóttir

Ólöf Björg Björnsdóttir (f.1973) býr og starfar í Álafosshúsinu við Varmá. Hún útskrifaðist frá málaradeild Listaháskóla Íslands (2001), stundaði nám í málaradeild Universidad de Granada á Spáni og nam kínverska fjögurra blóma blekmálun hjá meistara An Ho Bum í Kóreu. Auk þess hefur hún sótt heimspekinám við H.Í., verið í læri hjá shamanískum kennurum og lokið diplómanámi í kennslufræði. Frumorka sköpunargleðinnar og tamning er henni hugleikin. Viðfangsefnið er ósjaldan mannveran, marglaga tengsl hennar og tengslarof. Ólöf hefur sett upp sýningar og gjörninga bæði á Íslandi sem og erlendis.