Narfi Þorsteinsson

Narfi Þorsteinsson er myndlistarmaður og grafískur hönnuður. Ljósmyndaserían sýnir tímalínu af veggverki sem gert var til að vekja athygli á undirskriftarsöfnun sem Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá stóðu að. Ljósmyndirnar eru teknar dagan 9. 10. 12. 13. og 14. október 2020 og 17. maí 2021. Verkið hlaut mikla athygli eftir að Rekstrarfélag Stjórnarráðsins fyrirskipaði að það yrði þrifið, sérstaklega fyrir þær sakir að veggurinn hafði staðið útkrotaður árum saman. Sömu skilaboð voru þá máluð aftur á annan stærri vegg litlu ofar og hefur sá veggur fengið að standa síðan hann var gerður.