Mio Storåsen Högnason

Mio útskrifast úr Listaháskóla Íslands með BA gráðu í myndlist vorið 2021. Verk Mio tengjast oft æskuminningum og leggur hann mikið upp úr því að draga fram barnið innra með sér. Undanfarin ár hefur Mio unnið með allskyns miðla á óhefðbundinn hátt en eitt af þeim er málverkið. Málverkin eru gerð með slökkvitæki og er áherslan á að fanga ákveðna ró í óreiðunni sem myndast við kraft slökkvitækisins. Málverkin hafa mikla áferð en eru þau máluð með tuttugu lögum af akrýlmálningu og ráðeggur listamaðurinn fólki jafnvel að þreifa á þeim.