Margrét Birgisdóttir

Margrét útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskólanum 1985. Hún er félagi í SÍM og Íslenskri grafík. Hefur haldið sýningar hérlendis og erlendis á samsýningum og ein. Verkin vinnur hún mest í blandaðri tækni, notar oft grafík og vatnsliti eða blek saman. Myndefnið er gjarnan huglægt og ljóðrænt. Oft leyfir hún mynd og texta að vinna saman.