Magnús Kjartansson

Magnús Kjartansson (1949-2006) lauk námi frá Myndlista- og handíðaskólanum árið 1972 og framhaldsnámi frá Konunglegu akademíunni í Kaupmannahöfn árið 1975. Magnús hélt á þriðja tug einkasýninga á meðan hann lifði, bæði hér á landi og erlendis, þ.m.t. sýninguna Undir norðurstjörnunni í Madríd sem hann hlaut mikið lof fyrir, auk þess sem fimm einkasýningar hafa verið haldnar á verkum hans eftir andlát Magnúsar. Listaverk Magnúsar eru m.a. í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, sænsku Nóbelsakademíunnar í Stokkhólmi, Gerðarsafns, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans.