Loftur Ágústsson

Loftur Ágústsson (f. 1962) er nemi á öðru ári í listmálaranámi við Myndlistaskólann í Reykjavík. Loftur hefur í meira en 30 ár unnið dægur-teikningar í minnisbækur, á ljósritunarblöð, dagblöð, afrífur af pappa og dagbækur eða hvað annað sem til féll til tjáningar og útskýringa. Loftur vinnur verk sín á striga, pappír og margt fleira og mætti segja að verk hans í dag séu á vissan hátt óður til dægur-teikninganna og tengdra minninga.