Lilý Erla Adamsdóttir

Lilý Erla Adamsdóttir lauk BA prófi í myndlist við LHÍ árið 2011 og MA prófi við Swedish School of Textiles í Borås 2017. Hún vinnur á mörkum myndlistar, hönnunar og listhandverks. Í verkum sínum skoðar hún þráðinn, möguleika hans og takmarkanir. Vinnuferlið einkennist af stöðugu samtali við efnið. Hún nýtir sér eiginleika tufttækninnar og talar um verkin sín sem loðin málverk.