Kristín Morthens

Kristín Morthens útskrifaðist með BFA í málverki frá OCAD University, Toronto, árið 2018 og var skiptinemi við SAIC, Chicago, 2016. Í verkum Kristínar kannar hún frásagnir af nánd, skilnaði og mörkum útfrá líkamlegum formum innan draumkenndra rýma. Verkin eru unnin ýmist með olíu, bleki, pastelum, koli og sandi. Hún hefur sýnt í Toronto, Montreal, Los Angeles, Malmö, Stuttgart, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Einnig hefur Kristín tekið þátt í listmessunum Art Miami, Art Toronto, Foire Papier og sýndi á Chart Art Fair 2021. Nýlegasta einkasýning hennar er Gegnumtrekkur sem var í Þulu, 2021.