Kristín & Kristín

Kristín Helga Ríkharðsdóttir (f. 1993) útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2016. Hún stundar nú framhaldsnám í myndlist við New York University Steinhardt. Hún hefur verið virk í sýningarhaldi bæði hérlendis og erlendis auk þess að taka þátt í ýmsum félagsstörfum myndlistarmanna. Meðal annars sat Kristín í varastjórn Nýlistasafnsins 2018-2020, var í hópi sýningastjóra fyrir sýningaröðina “Rólegt og Rómantískt” í Harbinger 2019, og varð hluti af Kling og Bang hópnum 2020.

Kristín Karólína Helgadóttir (f. 1988) lauk BA námi í heimspeki frá Háskóla Íslands 2015 og nú í sumar útskrifast hún úr meistaranámi í myndlist frá Koninklijke Academie van Schone Kunsten, KASK í Belgíu.  Kristín blandar saman mörgum miðlum í sínum verkum og hefur sýnt verk sín í Belgíu, Hollandi og Íslandi. Hún hefur verið meðlimur og tekið þátt í sýningarhaldi listamannarekna rýma í Antwerpen og Reykjavík.

Þær unnu saman þessa seríu fyrir sýninguna Vinsamlegast bíðið sem opnaði 14. ágúst 2021 í MUTT.