Korkimon

Korkimon, eða Melkorka Katrín, er fjölþátta listamanneskja sem stígur inn og út úr útgáfum af sjálfri sér. Það er metnaðargræðgi og eltingaleikur við greddu tilfinninguna sem skapast við að búa til eitthvað nýtt sem drífur hana áfram. Einfari í eðli sínu og vill fá að gerjast í friði — hún treystir ferlinu. Verkin eru af sýningunni Slæmar Stelpur. Teikningarnar eru unnar út frá ljósmyndastúdíum þar sem Korkimon skoðar hvernig cis kvenlíkami getur stillt sér upp með ógnandi hætti án þess að setja sig í stellingar sem snerta hvorki karlmannlegar né kynþokkafullar hugmyndir.