Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir vinnur sína sköpun gegnum alla miðla nútímasamfélagins. Ef núverandi miðlar henta ekki verkinu þá skapar hún sína eigin, svo list hennar komist fullkomlega til skila. Kerfisleg fyrirbæri eru henni hugleikin og spila oftar ekki aðal rulluna í hennar sjónrænu heimspeki. Hugarfarsbreyting á gildismati ástar- og kynvitundar rís hátt, sett fram á nýfrjálsum grunni þar sem gagnrýnin hugsun tilheyrir hversdagsleikanum. Tilgangur listar og ástar er þungavigt við útrýmingu hinnar endalausu hringrásar pólitískra og menningarlegra árekstra í heiminum.