Karlotta Blöndal

Karlotta Blöndal býr og starfar í Reykjavík. Hún vinnur í mismunandi miðlum, allt frá teikningu, málun, umhverfisverka, útgáfu og gjörninga. Verk hennar kanna mörk og blöndun vídda, þess andlega og efnislega, þess er tengist skynjunum og þess fræðilega. Oft er ákveðinn staður viðfangsefni verkanna, saga þess eða verund. Verkin sem hér eru til sölu eru snertiþrykk á striga, af ákveðnum stöðum á ákveðnum tíma.