Jóna Þorvaldsdóttir

Listjósmyndarinn Jóna Þorvaldsdóttir nam ljósmyndun í Warsaw School of Photography í Póllandi. Hún hefur haldið margar einkasýningar hérlendis og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Póllandi og í Kanada. Hún vinnur með gamlar ljósmyndunaraðferðir,notar eingöngu svarthvítar filmur og framkallar og vinnur í myrkrarherberginu. Því er hver og ein mynd einstök. Jóna hefur ánægju af að koma auga á ýmis form og furðuverur sem myndast í umhverfinu sem breytast og hverfa jafnóðum. Þannig verður myndheimur hennar sveipaður dulúð og gátum og endurspeglar ekki endilega raunveruleikann.