Jón Sæmundur

„Viðfangsefni Jóns Sæmundar eru tengd lifanda lífi og því sem liggur handan dauðans. Hann hrífst af guðum og goðsögum, trúarbrögðum og fornum menningarheimum og fæst gjarnan við tákn úr ólíkum trúar og menningarheimum og formum úr náttúru og vísindum. Hin dularfullu fræði alkemíunnar eru honum hugleikin jafnt og galdrar náttúru og mannshugans. Jón Sæmundur leitast við að fanga hið guðlega og hið heilaga, neistann sem hann telur búa í öllu og veitir því hið eilífa líf.