Jón B. K. Ransu

Jón B. K. Ransu er fæddur í Reykjavík árið 1967 og nam myndlist í Hollandi á árunum 1990-1995. Málverk Ransu hafa skýra tilvísun í listaverk eða liststefnur sem eru skráð í alþjóðlega listasögu og eru því jafnan skilgreind undir formerkjum eignarnámslistar (e. appropriation art). Ransu leggur megin áherslu á lita og formfræði sem oftar en ekki ögra sjónskynjun áhorfenda. Ransu er einnig fræðibókahöfundur og hefur talsvert látið að sér kveða í skrifum um samtímalist í bókum og tímaritum, auk þess að sinna deildarstjórn Listmálarabrautar í Myndlistaskólanum í Reykjavík.