IYFAC

IYFAC (Inspirational Young Female Artist Club) er myndlistarhópur sem stofnaður var árið 2015. Markmið hans er að stuðla að nýsköpun í myndlist og standa fyrir sýningum, viðburðum og útgáfu auk þess að vera samræðuvettvangur um myndlist og listsköpun. Umfangsmesta verkefni hópsins til þessa hefur verið röð sýninga og gjörninga undir titlinum Hvít sól sem unnið var af Höllu Birgisdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Ragnheiði Maísól Sturludóttur og Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur. IYFAC hefur unnið að átta sýningum á síðustu árum og gefið út tvær bækur. Heimasíða hópsins er www.iyfac.com