Íris Ólöf Sigurjónsdóttir

Íris Ólöf er menntaður vefari frá Osló og textílforvörður frá London.

Textíll birtist okkur oftast sem flötur eða yfirborð með misjafna áferð, liti og munstur. Hann er mjúkur og frjáls og lagar sig að því yfirborði sem hann hjúpar. Grjótið er hart, þungt og óeftirgefanlegt.
Steinar úr norðri og suðri, blandað er saman hinu harða og mjúka, hann og hún og það, heft og frelsað. Uppistaðan er náttúran – steinn og ívafið er manngerður textíll. Endurnýting.
Þræðirnir binda saman, vefja, vefa og klemma og draga fram liti steinsins, allt í einu verður grár steinninn blár eða jafnvel gylltur.