Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Ingunn Fjóla veltir fyrir sér eiginleikum málverksins, möguleikum þess og tengsl við aðra miðla. Verk hennar eru gjarnan á mörkum innsetninga, málverka og textílverka. Ingunn Fjóla útskrifaðist með M.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2017. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá sama skóla árið 2007, en hafði áður lokið B.A. gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum. Verk Ingunnar Fjólu hafa verið sýnd víða í söfnum og galleríum, svo sem í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Berg Contemporary, alþjóðlega tvíæringnum Prague Biennale og Cuxhavener Kunstverein.