Ingibjörg Magnadóttir

Ingibjörg Magnadóttir útskrifaðist með B.A. gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2000. Hún lauk M.A. gráðu í ritlist við HÍ með áherslu á leikritun og skrifar sjálf handrit verka sinna. Viðfangsefni Ingibjargar eru gjarnan tengd hugmyndum um almættið, tengsl mannsins við hið andlega svið. Hún vinnur einnig með klassísk efni, ástina, dauðann, sorgina, óttann og aðrar tilfinningar mannsins hvort sem það er í gjörningum eða tvívíðum fígúratífum verkum. Á starfsferli sýnum hefur hún haldið fjölda sýninga innanlands og á alþjóðavettvangi.