Ingibjörg Jóhannsdóttir

Ingibjörg nam við grafíkdeild MHÍ og lauk masternámi frá Pratt Insititute í New York árið 1994 með styrk frá Fullbright stofnuninni. Hún hefur á síðustu árum sett upp sýningar á grafíkverkum annarra, síðast í New York árið 2017 og Listasafni Íslands 2018. Þá hefur hún prentað grafík fyrir ýmsa þekkta listamenn á Íslandi og í N.Y. Ingibjörg starfaði við Myndlistaskólann í Reykjavík til 2013 og síðustu átta árin sem skólastjóri. Hún skrifaði árið 2013 rit um sköpun í skólastarfi sem var hluti af stefnumótum tengdri nýrri aðalnámsskrá grunnskóla. Hún starfar nú sem skólastjóri Landakotsskóla.