Ilmur stefánsdóttir

Ilmur útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995 og lauk mastersnámi í myndlist frá Goldsmiths College 2000. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og lagt stund á gjörningalist hérlendis og erlendis. Hún rannsakar samspil manneskju og hluta með húmor og misskilning að leiðarljósi. Hún hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og víðar. Hún er einn stofnenda CommonNonsense hópsins sem hefur gert fjölda verka þar sem ólíkir miðlar og listform vinna saman. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir list sína.