Íbbagoggur

Íbbagoggur er fæddur árið 1988 í Reykjavík. Hann lauk BA-námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hefur síðan þá tekið þátt í samsýningum, haldið einkasýningar, gefið út bækur og hljóðlist, myndskreytt og hannað bókakápur og plötuumslög. Hann hélt úti bókaútgáfunni Rasspotín og starfrækir nú plötuútgáfuna SMIT.

Íbbagoggur er teiknari fyrst og fremst.