Hrefna Sigurðardóttir og Kjartan Hreinsson

Í verkefninu „Viltu Afrit?” velta Hrefna Sigurðardóttir og Kjartan Hreinsson fyrir sér takmörkunum og virði ljósmynda og skoða hvernig er hægt að upplifa þær í gegnum mismunandi miðlunarleiðir svo sem texta og skrásetningu. Nokkrar ljósmyndir af hverfulum augnablikum voru grandskoðaðar og skrásettar á meðan á vinnustofu þeirra stóð í Gryfjunni fyrr í ár.